Tenerife

Í dag erum við hjónin stödd á Tenerife. Við höfum notið þess að vera hér á síðustu árum. Það er nánast hægt að treysta því að veðrið sé gott þó að vissulega geti rignt eins og í dag er spáð miklum vindi og úrkomu, en aldrei er að vita hvort úr því verður. Þetta skipti eru Laufey systir mín og Sigurbjörn með okkur í íbúð á Wyndham Recidences á Adeje ströndinni, þar sem við erum nú í fimmta sinn. Hér er okkur tekið með kostum og kynjum af fólkinu sem vinnur hér. Við njótum samverunnar og góða veðursins og ekki síst að fara út að borða á kvöldin og er úr mörgum góðum veitingastöðum að velja.
13.nóv. Í gærkvöldi rigndi allhressilega og fram á nótt. Í fag er hvasst en vindur hlýr.

FRAMKVÆMDIR Í LYNGHOLTI

Lítið hefur orðið úr ásetningi mínum að skrifa reglulega pósta hér inn. Dagarnir líða og verða að vikum og vikur að mánuðum og svo er allt einu komið nýtt ár. Árið 2024 er i storum dráttum líkt fyrri árum, þeas eftir að við komumst á eftirlaun. Lifið okkar er fremur rólegt og við njótum þess að búa í Ársölunum með góðu útsýni bæði til sjávar og Snæfellsjökuls þegar hann sýnir sig. Svo er það sveitin okkar dásamlega sem heimsótt er reglulega, eða þegar veður gefur og við erum í stuði. Það var mikið gæfuspor þegar við ákváðum að kaupa sumarhús í Munaðarneslandi sem við gáfum nafnið Lyngholt og ber nafn með rentu.

Þrátt fyrir leiðindatíð í sumar vorum við meira og minna í sveitinni. þar andar maður inn heilnæmu lofti nýtur litadýrðar hverng sem viðrar. Ófá augnablik af umhverfi okkar hafa verið fest á „filmu“ enda er ég einlægur aðdáandi litadýrðar náttúrunnar óháð árstíð.

22. júlí 2024

í dag er ég minnt á ferð sem farin var árið 2022, þegar Rebekka Ingibjartsdóttir giftist Zsolt Anderlik í Rúmeníu. Afi Jón vígði brúðaraparið í gamalli lútherskri kirkju í Cinsor í Rúmení. athöfnin var einstakalega falleg. Bekkjarskystkini brúðhjónanna frá menntaskólanum í Bergen sungu við athöfnina norska brúðarsálma og Marta Karitas systir Rebekku söng einsöng. Ættingjar brúðhjónanna og vinir frá ýmsum löndum og tímabilum í ævi brúðhljónanna mættu á staðinn. Cincor er lítil þorp í Tansylvaníu sem er nyrsti hluti Rumeníu og þar tala flestir ungversku, en íbúar eru minnihlutahópur í landinu. Hótelið sem hýsti brúðkaupsveisluna var upphalfega skólabygging, sem breytt hafði verið í hótel. Allir ættingjar bjuggu þar og dvöldu í tvær nætur. Veislan var sem sagt í tvo sólarhringa. Uþb. eitt hundrað manns var við þessa miklu hátíð og veðrið skartaði sínu fegursta enda var veislan að hluta til utandyra. þetta er atburður sem seint gleymist og er síðata prestverkið sem Jón gerði, 75 ára. Gaman var að hitta ættingja Zsolts, en bæði móður og föðurforeldrar hans búa þarna og fara þau Rebekka gjarnan á hverju ári til að hitta þau.

En að lífinu hér í sumarbústaðnum þar sem við höfum dvalið talsvert í sumar. Í dag hefur verið rigning og rok og sumarveðrið hefur verið mjög ristjótt hér á suðvesturhorninu og má segja að við sem hér búum séum enn að bíða eftir sumrinu. Mikil úrkoma hefur verið og er landið því grænt og fallegt. Við Jón njótum samt daganna hér og gleðjumst yfir hverjum sólargeisla og fallega landinu okkar. Sigurgeir Óli gladdi okkur með sinni nærveru 6 daga í síðustu viku. Var oft setið við spil og tafl, málað, teiknað, farið í stutta göngutúra, í ísbíltúra og kalviður klipptur. hl´tt var í tvo daga og hiti fór yfir 20 gr. en sólin lét samt ekki sjá sig mikið þá daga. Seinni part þá daga

Handbolta-amman!!!

Í gegnum tíðina hefur mikill íþróttaáhugi fylgt fjölskyldunni.Við systkinin alin upp í fótboltabænum Akranesi þegar liðið var upp á sitt besta. Meðlimir stórfjölskyldunnar hafa reynt fyrir sér á ýmsum sviðum íþróttanna og sumir komist á verðlaunapall og átt Íslandsmet. 

Börnin mín hafa aðallega stundað fótbolta. Við foreldrarnir í vorum glöð með að þau tóku þátt og og studdum þau með ráðum og dáð, en við vorum ekki á hverjum fótboltaleik eða að skutla til og frá á æfingar. Strætó var látin duga, og við fórum að horfa á úrslitaleiki. 

En nú er öldin önnur. Foreldrar barnabarna okkar eru á HLIÐARLÍUNNI , vinna í vallarsjoppunni, hjálpa til í fjáröflun, sitja í hinum og þessum ráðum í íþróttafélaginu, keyra yfir heiðar í vetrarfærð til að koma börnunum á keppnisleiki og svona mætti lengi telja. En bæta má því við að þau telja þetta ekki eftir sér og finnst sjálfsagt að styðja við börnin sín á þennan hátt og vita af þeim í góðum félagsskap  burt frá símum og tölvum, alla vega meðan íþróttir eru stundaðar. 

Amma fylgist með  ömmustrákunum sínum, sem eru 10 að tölu, af miklum áhuga en aðallega í spjalli við þá. Nú er það bæði fótbolti og handbolti. Drengjunum í handboltanum sem nú eru 3 að tölu vegnar vel og amma var orðin spennt að sjá þá með eigin augum. Mér fannst kominn tími til að láta verkin tala og ákvað að fara og sjá þá á handboltamóti í Víkingsheimilinu sl. helgi, þrátt fyrir mikla vetrarfærð. Þessir drengir eru 13 ára, annar spilar í marki og hinn er á miðjunni. 

Amma var stolt að sjá þá standa sig mjög vel og leggja sig 100% fram í leikjunum. Ég sat þarna með annarri dóttur minni sem hvatti óspart sitt lið áfram. Þegar ég hafði kvatt drengina eftir leikinn og hrósað þeim fyrir góða frammistöðu fór ég að huga að heimferð. Dóttir mín ætlaði að hinkra eftir strákunum. 

Ég opna dyrnar á Víkingsheimilinu og stíg út, ánægð með að hafa sýnt áhuga minn á íþróttinni í verki. Næsta sem ég veit er að ég ligg á hliðinni fyrir framan dyrnar. Ég fann að þetta var talsvert högg og gat þorði ekki að hreyfa mig fyrr en maður kom út og hjálpaði mér að standa á fætur. Í minni miklu bjartsýni ætlaði ég að halda í átt að bílnum mínum og aka heim. Maðurinn studdi mig og ég fann að fóturinn bar mig ekki og komst aðeins fáein skref. Svo í örvæntingu minni bað ég manninn að fara inn i húsið og sækja dóttur mína, hún gæti áreiðanlega hjálpað mér. Hún kemur út um dyrnar og viti menn hún lendir á sama bletti og dettur og ber fyrir sig hendurnar og finnur um leið að eitthvað mikið hefur látið undan. Hún fær strax óbærilegar kvalir í úlnliðinn, kemur samt til mín og spyr hvort sé í lagi með mig og ég spyr hins sama. Þarna stöndum við og horfum hvor á aðra. 

Það drífur að fólk og úr verður að sjúkrabíll er pantaður þar sem ég gat ekki hreyft mig og Heiðrún mín hélt um höndina sína. Einhverjum datt í hug að sækja stóla og þarna sátum við meðan beðið var eftir sjúkrabíl og reyndum að halda uppi húmornum. „ Þetta er nú eins og í skrípamynd“ segir Heiðrún og skellihlær, þrátt fyrir óbærilegar kvalir. Fleiri fleygar setningar flugu „ Sælt er ameiginlegt skipbrot“ ásamt  öðrum gálgahúmor. Þeir sem voru á staðnum reyndu eftir bestu getu að hlúa að okkur og allir fullir samúðar. Nú var farið að að athuga aðstæður á staðnum og þá kom í ljós brunahálka á stígnum upp að húsinu og ekkert hafði verið gert til að hindra að fólk dytti, hvorki salt eða sandur.  Í ljós kom að ekki var til salt í húsinu og þurfti að kalla eftir því utan úr bæ. Þegar við höfðum setið  þarna í uþb. hálftíma kom einhver með salt og sand og bar  á stiginn upp að húsinu. „ Of seint að birgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í“  hraut af munni mér, og „ betra er seint en aldrei“. Vonandi detta ekki fleiri í dag.

Okkur fannst skondið að vera saman í skjúkrabíl, og töluðum um að við gætum verið  þakklátar fyrir að vera heilar í höfðinu. Þetta hefði getað orðið svo miklu, miklu alvarlegra.

Þessa helgi var íþróttamót í húsinu og mörg hundruð manns að ganga þarna út og inn, bæði börn og fullorðnir. Maður spyr sig hvort það sé ekki í verkahrings einhvers að sjá til þess að aðkoma að húsinu sé án slysahættu. Alla vega veit ég að eigendur húsnæðis bera ábyrgð á að moka frá sínum dyrum og eru skaðabótaskyldir ef þess hefur ekki verið gætt. 

Til að gera langa sögu styttri, þá sit ég við eldhúsborðið mitt í hjólastól 5 dögum síðar, þar sem vinstri fótur ber mig ekki, þrátt fyrir að ég sé ekki mjaðmabrotin, sem betur fer. Heiðrún mín var ekki eins heppin þó fæturnir beri hana. Hún er illa brotin á úlnlið og fór í aðgerð daginn eftir. Hún er kennari og fer eflaust að sinna kærum nemendum sínum þegar verkirnir fara að gefa sig. 

Út um gluggann minn horfi ég á strókinn frá eldgosinu á Reykjanesinu og hugsa til Grindvíkinga sem hafa misst svo óendanlega mikið. Hvað er ein lítil bylta  samanborið við  þær hörmungar sem Grindvíkingar eru að ganga í gegnum. 

2021

Nú er virkilega orðið langt síðan ég hef gefið frá mér lífsmark á þessari síðu. Nú er mál að linni.

Margt hefur gerst á þessum tíma. Árið 2020 bjuggum við við heimsfaraldur, covid 19, sem hefur haft mikil áhrif á ýmsar áætlanir okkar. Öllum ferðalögum frestað og þar af leiðandi engar utanlandsferðir. Við ætluðum ma. til Rúmeníu, þar sem Rebekka og Zsolt ætluðu að gifta sig. En því var frestað um ár. Svo nú er að vita hvort úr því getur orðið þar sem veiran geisar um alla Evrópu sem aldrei fyrr. Einnig ætluðum við til Grikklands ásamt saumaklúbbnum mínum með mökum, í september, en það gat heldur ekki orðið. Nú verður tíminn bara að leiða í ljós hvernig þessum faraldri vindur fram. Við hér á Íslandi getum hrósað happi, þar sem faraldurinn er í lágmarki núna og nánasta ekkert smit að greinast hér.

Þrátt fyrir allt erum við svo lánsöm að eiga sumarhúsið okkar í Borgarfirðinum þar sem við höfum notið lífsins frá því í mars og fram á haust, með smáhléum í borginni. Sumarið var okkur hliðhollt og frekar hlýtt á íslenskan mælikvarða. Allir nema einn í okkar fj´ölskyldu hafa sloppið við veiruna nema Hlynur Kristján Árnason, sem fékk hana væga og enginn í kringum hann smitaðist. Við höfum haldið okkur til hlés og einungis hitt nánustu fjölskyldu og ekki alla í einu.

Nú er sól farin að hækka á lofti og janúar senn að ljúka. þar sem ég sit við gluggann minn í Ársölunum er engan snjó að sjá, jörð alauð. Hins vegar hefur óveður geisað um Norður- og Austurland, snjóflóð fallið og hættuástandi líst yfir sums staðar. Við höfum ekki farið mikið í Lyngholt undanfarnar vikur, þar sem veðrið hefur ekki verið spennandi, kuldi og rok í Norðurárdaldum og frostið farið niður í 16 gráður að nóttu til. Fórum hins vegur um síðustu helgi og áttum góða daga, alltaf hlýtt inni.

Þrátt fyrir erfitt ástand hjá ýmsum vegna atvinnuleysis, fjarvinnu, einangrunar og lokunar fyrirtækja og samkomustaða þá eru við svo vel sett, að vera með örugg laun ( komin á eftirlaun) og engin af okkar börnum og barnabörnum hafa misst vinnuna, sem er mjög þakkarvert. Ekki get ég kvartað yfir að hafa ekki nóg að gera. Alltaf getur maður fundið sér eitthvað til dundurs. Hef mikla ánægju af að prjóna. Nokkrar flíkur hafa litið dagsins ljós á síðasta ári.

Fyrsti pósturinn minn

Efst á baugi

Hér sit ég í stofunni minni í Lyngholti, sem er sumarhús okkar hjóna. Úti skín sólin og og sunnanvindur blæs kröftuglega. Þegar við lítum til fjalla eru þau hulin mistri. Sennilega er þetta fok frá hálendinu. Við höfum átt yndislega daga hér í heitasta sumri sem við munum eftir. Það eru mikil forréttindi að geta verið hér i sveitinni með útsýni til jökla og fjalla. Fátt finnst mér betra en nálægðin við náttúruna, geta notið litadýrðar allra árstíða. það er nærandi að ganga hér útí holtið horfa á lyngið sem breytir lit eftir árstíðum, setjast i mjukan mosann og virða fyrir sér alla steinana sem er nóg af í lóðinni okkar. Inn á milli smárra steina má sjá liítil birkilauf sem berjast fyrir tilverunni. en það eru lítil fræ sem fokið hafa af plöntum sem við höfum groðursett eða sjálfsprottið kjarr sem dreifist hér um holtið. Skarðsheiðin og Hafnarfjallið gleðja augað hvern einasta dag og breyta endalust um lit eftir skýjafari og duttlungum sólarinnar. í austri blasa við jöklarnir, Eiríksjökull, Langjökull og þar fyrir sunnan sjánum við fjallið Skjaldbreiður.Þegar sólin sest og skyggni er gott upplifum við þá fallegustu litasynfóníu sem hægt er að hugsa sér. fjöllin verða í fjólubláum tónum og sólin baðar klettaborgina sem er handan Norðurár geislum sínum.