Í dag erum við hjónin stödd á Tenerife. Við höfum notið þess að vera hér á síðustu árum. Það er nánast hægt að treysta því að veðrið sé gott þó að vissulega geti rignt eins og í dag er spáð miklum vindi og úrkomu, en aldrei er að vita hvort úr því verður. Þetta skipti eru Laufey systir mín og Sigurbjörn með okkur í íbúð á Wyndham Recidences á Adeje ströndinni, þar sem við erum nú í fimmta sinn. Hér er okkur tekið með kostum og kynjum af fólkinu sem vinnur hér. Við njótum samverunnar og góða veðursins og ekki síst að fara út að borða á kvöldin og er úr mörgum góðum veitingastöðum að velja.
13.nóv. Í gærkvöldi rigndi allhressilega og fram á nótt. Í fag er hvasst en vindur hlýr.



