
í dag er ég minnt á ferð sem farin var árið 2022, þegar Rebekka Ingibjartsdóttir giftist Zsolt Anderlik í Rúmeníu. Afi Jón vígði brúðaraparið í gamalli lútherskri kirkju í Cinsor í Rúmení. athöfnin var einstakalega falleg. Bekkjarskystkini brúðhjónanna frá menntaskólanum í Bergen sungu við athöfnina norska brúðarsálma og Marta Karitas systir Rebekku söng einsöng. Ættingjar brúðhjónanna og vinir frá ýmsum löndum og tímabilum í ævi brúðhljónanna mættu á staðinn. Cincor er lítil þorp í Tansylvaníu sem er nyrsti hluti Rumeníu og þar tala flestir ungversku, en íbúar eru minnihlutahópur í landinu. Hótelið sem hýsti brúðkaupsveisluna var upphalfega skólabygging, sem breytt hafði verið í hótel. Allir ættingjar bjuggu þar og dvöldu í tvær nætur. Veislan var sem sagt í tvo sólarhringa. Uþb. eitt hundrað manns var við þessa miklu hátíð og veðrið skartaði sínu fegursta enda var veislan að hluta til utandyra. þetta er atburður sem seint gleymist og er síðata prestverkið sem Jón gerði, 75 ára. Gaman var að hitta ættingja Zsolts, en bæði móður og föðurforeldrar hans búa þarna og fara þau Rebekka gjarnan á hverju ári til að hitta þau.

En að lífinu hér í sumarbústaðnum þar sem við höfum dvalið talsvert í sumar. Í dag hefur verið rigning og rok og sumarveðrið hefur verið mjög ristjótt hér á suðvesturhorninu og má segja að við sem hér búum séum enn að bíða eftir sumrinu. Mikil úrkoma hefur verið og er landið því grænt og fallegt. Við Jón njótum samt daganna hér og gleðjumst yfir hverjum sólargeisla og fallega landinu okkar. Sigurgeir Óli gladdi okkur með sinni nærveru 6 daga í síðustu viku. Var oft setið við spil og tafl, málað, teiknað, farið í stutta göngutúra, í ísbíltúra og kalviður klipptur. hl´tt var í tvo daga og hiti fór yfir 20 gr. en sólin lét samt ekki sjá sig mikið þá daga. Seinni part þá daga